Vennmyndir

Venn-mynd er myndræn framsetning mengja og tengsla þeirrra á milli. Dæmi: Venn-myndin að neðan sýnir innbyrðis afstöðu mengjanna A, B, C og D er gott dæmi um hversu miklar upplýsingar Venn-myndir geta falið í sér. úr henni er einnig hægt að lesa eftirfarandi um mengin A, B, C og D.
  • sérhvert stak í B er líka stak í C. þ.e. B er hlutmengi í C.
  • Mengið A hefur stök sem eru ekki í C (rauða svæðið) og sömuleiðis hefur D stök sem eru ekki í C (bláa Svæðið)
  • Mengin B, C og D hafa sameiginleg stök (græna svæðið)
  • Mengin A og C hafa sameiginleg stök(gula svæðið) en hvorki A og B né A og D hafa sameiginleg stök, Þ.e þau eru sundurlæg.
Image