Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

Miðpunktur rétthyrnings

Hvernig er hægt að finna staðinn þar sem jafn langt er í alla hornpunkta rétthyrningsins?

Lýsingin verður að virka hvernig sem rétthyrningurinn er færður og togaður!
Verkefni í GeoGebru: gerið kvikt skjal þar sem „miðpunkturinn“ helst á réttum stað, hvernig sem rétthyrningurinn er færður og togaður. Það er hægt að gera það bæði „rúmfræðilega“ og með því að nota hnit. Athugið að á þessari mynd hafa ýmsar aukalínur verið faldar.

Framhald: Rannsóknarverkefni

Hvað ef ferhyrningurinn er ekki rétthyrningur? Er hægt að finna svona punkt hvernig sem hornpunktarnir liggja? Hvernig? Gilda ólík lögmál um mismunandi gerðir ferhyrninga? (Samsíðungar, trapisur, tíglar, innhyrndir, ...)