Þrívíð form - Sívalningur og keila

Þið þurfið:

  • Þykk blöð
  • Reglustiku
  • Skæri
  • Hringfara
  • Límstifti
  • 2,5 dl af hrísgrjónum

Aðferð:

  1. Notið hringfara eða rúmfræðiforrit (geogebra) og búið til hlutana sem þarf í sívalninginn og keiluna. Munið eftir að gera ráð fyrir límkanti. Sívalningurinn á bara að hafa einn grunnflöt og keilann engan.
  2. Klippið út og límið saman hlutana. Gætið þess að sívalningurinn hafi sama grunnflöt og keilan og að bæði formin séu jafn há.
  3. Giskið á hve margar heilar keilur komast fyrir í sívalningnum.
  4. Fyllið keiluna af hrísgrjónum. Gætið þess að yfirborðið sé lárétt. Tæmið úr keilunni yfir í sívalninginn. Endurtakið leikinn þar til sívalningurinn er fullur.
  5. Skrifið setningu um rúmmál keilu og rúmmál sívalning sem hafa sömu hæð og sams konar botn.