Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

STÆR3HK05

Bókin STÆR3HK05 er bók gerð af menntaskólanemum á öðru ári við Menntaskólann að Laugarvatni. Í þessum áfanga höfum við í 2.N verið að glíma við vigra og ýmis konar hornafræði. Sínus, cosínus, tangens, keilusnið, ofanvarp punkts á línu og breiðbogar eru dæmi um heilaflækjur sem nemendur þessa áfanga hafa haft gaman við að glíma við. Bókin inniheldur ýmsar leiðbeiningar og reglur sem koma úr viðfangsefni annarinnar. Bókin er nefnd eftir áfanganum STÆR3HK05 þar sem aðal viðfangsefni eru vigrar og hornaföll. Kennari áfangans var Jón Snæbjörnsson. Ritstjórar bókarinnar voru Ólafía Sigurðardóttir og Egill Hermannsson. Þegar stærðfræðin er óskýr og virðist ómöguleg, á tilgangur hennar létt með að týnast. Að geta sett dæmi og reglur upp í GeoGebru sýnir manni stærðfræðina í mynd. Menntaskólinn að Laugarvatni, Laugarvatni 2017
STÆR3HK05