9b - Hnitakerfi lokapróf - Hluti 2
GeoGebra-hluti lokaprófs
GeoGebra-hluti lokaprófsins samanstendur af 15 spurningum og verkefnum. Hver spurning eða grafaverkefni er metið til 2 stiga – samtals 30 stig.
Í þeim spurningum þar sem ekki þarf að reikna (t.d. útskýringar eða ályktanir), verður að nota heilar setningar. Ef svar er ekki í fullri setningu, fækkar ég 0.5 stigi af þeirri spurningu.
Dæmi:
„Fleiri bækur“ RANGT
„Það væri hægt að stafla fleiri bókum þar sem borðið er lægra.“ RÉTT
Verkefni með útreikningum eða grafi verða metin eftir því hvort rétt jafna er notuð, og graf er rétt uppsett og merkt.
Svarið vandlega og sýnið hugsun ykkar í skýrum orðum og myndum.
⚡️ Hæð bókastafla á borði
Borð í kennslustofunni er 12 dm hátt. Nemendur stafla stærðfræðibókum ofan á borðið.
Hver bók er 0,4 dm á hæð.
1. Búðu til línulega jöfnu sem lýsir heildarhæð staflans eftir að búið er að setja x bækur ofan á borðið.
2. Reiknaðu hæðina ef settar eru:
3. Stofan er 2,4 metrar á hæð. Hversu mörgum bókum er hægt að stafla á borðið án þess að rekast í loftið?
4. Hvernig breytist fjöldi bóka ef borðið væri aðeins 8 dm hátt?
Vatn í brúsa
Þú ert í gönguferð á mjög hlýjum degi. Þú byrjar ferðina með vatnsbrúsa sem rúmar 2 lítra (20 dl) og hann er fullur.
Vegna hitans þarftu að drekka einn vatnsglas (2 dl) á hverri klukkustund til að halda vökvajafnvægi.
Við viljum skoða hvernig vatnið minnkar jafnt með hverjum klukkutíma og búa til línulegt fall.
5. Búðu til línulega jöfnu sem lýsir hversu mikið vatn er eftir í brúsanum eftir x klukkustundir.
6. Hversu mikið vatn er eftir eftir:
7. Eftir hversu langan tíma er brúsa tómur?
8. Hvað táknar hallatalan í fallinu og hvað merkir hún í samhengi verkefnisins?
Sparnaður og sektir
Elías byrjar að spara fyrir sumarið. Hann setur 5 evrur inn í bankann í hverri viku. Hann byrjar með 25 evrur.
10. Búðu til jöfnu sem lýsir sparnaði Elíasar eftir x vikur.
11. Reiknaðu hversu mikið hann á eftir:
Eftir 12 vikur gleymir Elías að borga þjónustugjald í bankanum.
Bankinn byrjar að taka 7 evrur af reikningnum hans í hverri viku.
12. Búðu til jöfnu sem lýsir hversu mikill peningur er eftir eftir x vikur frá því gjaldið byrjar.
13. Hvað á hann eftir eftir:
14. Hvenær klárast peningurinn alveg?
15. Hvað gerist ef hann fer yfir í mínus? Hvernig sýnir fallið það?
útskýrðu