Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

CAS verkfæri

Verkfærastika CAS gluggans

CAS glugginn býður upp á CAS verkfæri sem virkjast með músarsmelli. Með þeim er hægt að fá nákvæmt gildi inntaks og framkvæma útreikninga.  Ath: Byrjið á inntaki, veljið svo CAS verkfæri og beitið því á inntakið.

Kynnumst verkfærum CAS gluggans

1.Toolbar ImageSettu f(x) := x ^ 2 - 4 í CAS inntaksreitinn og veldu Óbreytt inntak  til að skilgreina annars stigs margliðu.
2.Toolbar ImageSkrifaðu f(x) í næsta reit CAS gluggans og veldu verkfærið Þáttun til að þátta fallið.
3.Toolbar ImageSettu f(x) í næsta reit og veldu Afleiðu verkfærið til að finna afleiðu fallsins.
4.Toolbar ImageAth: Hægt er að sjá graf afleiðunnar með því að smella á Sýna/fela teiknið við hlið jöfnu hennar.
Ath: Kannski er gott að  nýglæða teikniborðið hér að neðan meðan þú prófar fleiri CAS verkfæri.

Prófaðu sjálf/ur

Nokkur CAS verkfæri sem gott er að vita af

Toolbar ImageNákvæmt gildi Reiknar og einfaldar inntak á nákvæman hátt (með táknum).
Toolbar ImageTölulegt mat Reiknar inntak tölulega og gefur svar með tugabrotsrithætti.
Toolbar ImageÓbreytt inntak Til að halda inntakinu óbreyttu og vinna með það þannig. Ath: Þetta er notadrjúgt ef ekki á að einfalda inntak.
Toolbar ImageLiðun Til að liða stæðu. Dæmi: Ef verkfærinu Liðun er beitt á inntakið 2*(a + b) er útkoman 2a + 2b.
Toolbar ImageInnsetning Til að setja inn tölur fyrir breytur í stæðu/jöfnu. Veldu verkfærið, smelltu á inntakið, þá birtist gluggi sem leiðir þig í gegnum innsetninguna.