Leg miðpunkts striks milli punkts á hring og fastapunkts utan hrings

Umfjöllunarefni:
Rúmfræði

Ímyndaðu þér

Rauði punkturinn er miðpunktur striksins sem hann er á. Ímyndaðu þér að punkturinn sem er á hringferlinum hreyfist eftir hringferlinum. Hvernig mun rauði punkturinn hreyfast? Hvernig slóð mun hann skilja eftir sig? Þegar þú hefur reynt að sjá þetta fyrir þér geturðu prófað að færa punktinn á hringferlinum. Gerist það sem þú bjóst við? Hægt er að færa bláu punktana. Hvaða áhrif hefur það á slóðina (ef maður fer aftur að hreyfa punktinn á hringferlinum). Næstu verkefni eru að hugsa um það hvað gerist ef rauði punkturinn er annars staðar á strikinu og hvað ef hringurinn væri ekki hringur, heldur ferningur, þríhyrningur, ferhyrningur ... Byggt á task 4.4.1 bls. 70 í Mason (2005) Developing Thinking in Geometry.