Stikun línu

Hér sjást nokkrar stikanir á línum. Ef spilunin er sett af stað sést hvernig punktarnir búa til línu, með tiltekinn stefnuvigur (sem hægt er að breyta).

1. Prófið að setja af stað. Prófið að breyta stefnuvigrinum. 2. Búið til GeoGebruskjal þar sem þið hafið punkta sem færast á línum með stefnuvigur sem hægt er að breyta, þannig að punktarnir séu á mismunandi hraða. 3. Gerið að minnsta kosti nokkrar línur, og gerið svo annan hóp af línum með annan stefnuvigur. 4. Reynið að búa til eitthvað fallegt eða skemmtilegt. HJÁLP: Þið þurfið rennistiku fyrir stikann (sem heitir t í stærðfræðibókinni). Þið þurfið að búa til stefnuvigur sem hægt er að breyta, með því að gera punkt í (0,0) og annan punkt einhvers staðar og nota svo "vigur milli tveggja punkta" (í sama lista og maður gerir línu gegnum tvo punkta). Þið þurfið að skrifa stikun línu, og það er gert t.d. svona: (x+at,y+bt) EF FASTI PUNKTURINN ER (x,y) OG STEFNUVIGURINN ER (a,b). Þetta er nákvæmlega stikun línu eins og í bókinni. Ef þið hafið búið til vigur (köllum hann u) sem þið viljið nota þá er x-hnit hans fengið svona í GeoGebra: x(u), og y-hnitið er y(u). Stærðfræðilegt táknmál sem er einfaldara: þið getið í staðinn slegið inn A+t*u, þar sem A er fasti punkturinn og u er stefnuvigurinn og t er stikinn. (Það skiptir ekki máli að nota þessa bókstafi, bara að hafa nafnið á punktinum, vigrinum og stikanum.)