Ferill falls lagður að mynd

Lærum að flytja inn mynd

Flytja má myndir inn í GeoGebru með því að nota verkfæriðToolbar Image Setja inn mynd. Ábending: Þetta verkfær má finna í verkfærakistunni næstlengst til hægri þar sem rennistikan sést vanalega efst.

Festum myndina í hnitakerfi

Staðsetning myndarinnar ákvarðast af tveimur punktum.
  1. Komdu punktunum fyrir eins og þú vilt að myndin birtist í hnitakerfinu, t.d. með hnitin (0,0) og (12,0).
  2. Veldu annan punktanna og Eiginleika hlutar. Í flipanum Grunneiginleikar skaltu haka við Festa hlut.
  3. Veldu hinn punktinn og festu hann líka.

Myndin sett í bakgrunn og ógagnsæi hennar aukið

Veldu Eiginleika hlutar og í flipanum
  1. Grunneiginleikar skaltu haka við Mynd í bakgrunni til að aðrir hlutir feli sig aldrei bak við myndina.
  2. Litur skaltu breyta ógagnsæis-hlutfallinu í 25%

Prófaðu að flytja inn mynd, festa punktana sem staðsetja hana og setja hana í bakgrunn:

Finndu mynd með fleygbogaferli

Þú getur notað myndaleit leitarvélar og fundið t.d. mynd af gosbrunni, vatnshana, brú, byggingu eða skotferli bolta.
  1. Flyttu myndina inn Toolbar Imageeins og lýst er hér að ofan, festu hana og settu í bakgrunn
  2. Notaðu punkt-verkfærið Toolbar Imagetil að merkja inn þrjá punkta sem eru á fleygbogaferlinum.
  3. Skráðu í inntaksreitinn Margliða() og settu nöfn punktanna þriggja inn í fallið áður en þú slærð á vendihnappinn (Enter) á lyklaborðinu.
  4. Þú getur fært punktana til þar til ferillinn fellur vel að myndinni.
  5. Ef þú vilt birta jöfnu fleygbogans í teikniglugganum þá geturðu notað Toolbar Image Textaverkfærið og sett inn texta með því að velja fallið úr fellivalmyndinni Hlutir.
  6. Til að skoða fallið nánar má til dæmis nota Fallaskoðara-verkfærið Toolbar Image sem finna má í verkfærakistunni með horninu efst.

Prófaðu nú: