Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Flatarmál rétthyrnings

Flatarmál rétthyrnings

Til þess að skilja flatarmál rétthyrnings, þá ætlum við að prófa okkur áfram með eftirfarandi verkefni. (Þetta verkefni er unnið út frá vinnublaði frá Jayrton Carvalho)

Spurning 1

Hreyfðu rennistiku n og sjáðu hvernig rétthyrningurinn fyllist. Hvað þarf marga litla ferninga til að fylla rétthyrninginn?

Spurning 2

Breyttu lengd rétthyrningsins (rennistiku L) í 10 og breidd hans (rennistiku B) í 5. Hreyfðu svo rennistiku n og horfðu á það hvernig rétthyrningurinn fyllist. Hversu marga litla ferninga þarf til þess að fylla rétthyrninginn?

Spurning 3

Hver er tengingin milli fjölda ferninga sem passa í rétthyrninginn og lengdinni og breiddinni á rétthyrningnum?