Fleyri mengja skilgreiningar

Author:
palli

Sammengi

Sammengi mengja A og B inniheldur öll stök sem eru annað hvort í A eða B. Sammengið er táknað A ∪ B. A = {1,2,3} og B = {2,3,4,5}. þá er sammengið A ∪ B = {1,2,3,4,5}.

Sniðmengi

Sniðmengi mengja A og B er mengi sem inniheldur öll þau stök sem A og B eiga sameiginleg. Sniðmengið er táknað A ∩ B. ef A = {1,2,3} og B = {2,3,4,5} þá er sniðmengið A ∩ B = {2,3}

Mismengi

Mismengi tveggja mengja inniheldur öll stök annars mengisins fyrir utan þau sem eru í hinu. Mismengið er táknað A \B. ef A = {1,2,3} og B = {2,3,4,5}. Þá er mismengið A \B = {1}.

Fyllimengi

Fyllimengi mengis A inniheldur öll stök sem ekki eru í A. Þá er miðað við ákveðið mengi sem er kallað grunnmengi. Fyllimengi A í grunnmenginu G er táknað A ef G = {1,2,3,4,5,6,} og A = {1,2,3,4}. Þá er fyllimengið G \ A = {5,6,}