8-10 bók 1 - 1. kafli Hringir og hyrningar dæmi 4 bls. 6

Höfundur:
astaola, user174
Teikna hornrétta línu á strik gegnum punkt utan striks. Hér sérðu strikið AB og punktinn C utan við strikið. - Teiknaðu nú hring (hálfhring) í gengum punktinn C með punktinn A sem miðpunkt hringsins. - Teiknaðu síðan hring (hálfhring) í gengum punktinn C með punktinn B sem miðpunkt hrings. - Nú er fyrri skurðarpunktur hringjanna merktur C og merktu hinn D. - Dragðu línu gegnum punktana C og D og þá er komin hornrétt lína á strikið AB. Þú getur æft þig aftur hér með því að ýta á pílurnar tvær upp í hægra horninu (endursetja smíð). Svaraðu síðan spurningunum hér að neðan.