Kóperníkus

Umfjöllunarefni:
Hringur, Rúmfræði

Ímyndaðu þér að innri hringurinn renni innan á ytri hringnum eins og hjól.

Hugsaðu þér að litli hringurinn snerti alltaf stóra hringinn og renni innan í honum eins og hjól. Hvernig mun rauði punkturinn ferðast? Þegar þú hefur reynt að sjá þetta fyrir þér skaltu breyta gildinu á breytunni a, með því að nota rennistiku. Þá snýst innri hringurinn.

Hvað gerist ef punkturinn er færður til á hringnum? Færist hann með sama hætti?

Hvað gerist ef geisla innri hringsins er breytt? Færist punkturinn með sama hætti?

Getur þú útskýrt þetta?

Setning Kóperníkusar segir: Ef geisli innri hringsins er helmingurinn af geisla ytri hringsins þá mun punkturinn hreyfast eftir beinni línu. Verkefnið felst í að sanna þetta.