Lína gegnum skurðpunktinn F

Umfjöllunarefni:
Rúmfræði

Lýsing á teikningu

ABC er þríhyrningur. D er einhver punktur á AB. Strikið DE er samsíða BC. F er skurðpunktur BE og CD. Dregið er strik gegnum A og F og framlengt þar til það sker BC, og punkturinn merktur G.

Hverju takið þið eftir og hvað sýnist ykkur?

Prófið að færa frjálsu punktana. Hvaða punktar eru frjálsir og hverjir eru ákvarðaðir af öðrum hlutum? Hvað sjáið þið, eftir hverju takið þið, hvaða tilgátur kvikna um þessa teikningu og tengsl milli hluta hennar?

Er AG miðlína?

Það getur verið áhugavert að kanna hvort að AG sé miðlína. Miðlína skiptir hlið í tvo jafna hluta. Til þess að rökstyðja, og á endanum sanna, hvort svo sé, þarf að koma auga á allnokkra einslaga þríhyrninga.