Skilyrtar líkur

Skilyrtar líkur

Þegar finna skal líkindin á tilteknum atburði, A, ef vitað er að atburður B átti sér stað er það táknað P(A | B). Lesið „A gefið B”. Þetta kallast skilyrtar líkur. Í raun er hér verið að takmarka úrtaksrúmið við B. P(A | B) = #(A ∩B) / #B = P(A ∩B) / P(B) Dæmi: Sex kúlur eru í poka. Hver kúla er merkt með númeri. Úrtaksrúmið erU={1,2,3,4,5,6} Atburðir: A: dregið er slétt tala. A={2,4,6} #A=3 B: Summan verður 5 B={1,2,3,4} #B=4 (A ∩B)= {2,4} #(A ∩B)= 2 P(A | B)= 2/4 = 1/2