Samhnik 1 - spurningar

Umfjöllunarefni:
Föll
Athugið hvaða punkt(a) þið getið dregið til, og hvernig aðrir punktar hreyfast í samhengi við þá.

Spurning 1

Hvaða punkta er hægt að hreyfa? Hvaða punktar eru háðir öðrum punktum?

Spurning 2

Hvernig er punktur B háður punkti A? Ræðið og skrifið niður allt sem þið sjáið og reynið að vera eins nákvæm og þið getið.

Spurning 3

Hægt er að hægrismella á teikniborðið og fá fram hnitakerfið. Það gefur færi á að lýsa sambandi punktana með hnitum. Ákveðið nokkur hnit fyrir punktinn A og finnið samsvarandi hnit háða punktarins. Til dæmis: ef A = (5,3) þá er B = …

Spurning 4

Segið hvernig hægt er að finna hnit háða punktsins ef hnit óháða punktsins eru (x,y).

Spurning

Hvað einkennir alla punkta á milli A og B? Með öðrum orðum: lýsið því hvernig alltaf er hægt er að finna nýjan og nýjan punkt á mill A og B.

Ykkar eigin

(a) Búið til skjal í GeoGebru sem er eins og það sem er hér að ofan. Notið annaðhvort GeoGebru í tölvunni þinni eða vefútgáfuna hér. Vísbendingar um það hvernig hægt er að búa það til:
  1. Punkturinn A er frjáls.
  2. Punkturinn B er búinn til með því að slá í Inntak: B=(0.5*x(A),0.5*y(A)). Her eru notuð föllin x(A) sem gefur x-hnit punktsins A, og y(A) sem gefur y-hnit punktsins A. x(A) heitir ofanvarp A á x-ás, og y(A) heitir ofanvarp A á y-ás.
  3. Punkturinn C er (0,0).
(b) Bætið við nýjum punkti í skjalið ykkar sem verður alltaf á milli punktanna A og B (hvernig sem maður hreyfir). Skilgreinið hann í orðum og með hnitaframsetningu. Bætið svo við enn öðrum punkti á milli A og B. Og enn öðrum. (c) Bætið við nýjum punkti í skjalið ykkar sem er þannig að A verður á milli B og nýja punktarins (hvernig sem maður hreyfir).