Sammengi, sniðmengi, fyllimengi, mismengi

Sammengi A og B eru öll stök sem eru annaðhvort í mengjunum A eða B. Táknað: AB Dæmi: A = {a, b, c} B = {d, e} Þá er AB = {a, b, c, d, e}
Image
Sniðmengi A og B er mengi sem inniheldur öll stök sem mengin A og B eiga sameiginleg. Táknað: AB Dæmi: A = {a, b, c} B = {b, d, f} Þá er AB = {b}
Image
Fyllimengi mengisins A inniheldur öll þau stök sem eru ekki í A. Þá er miðað við ákveðið mengi sem kallast grunnmengi. (Grunnmengið er táknað með G). Táknað:
Image
Image
Dæmi: G = {1, 2, 3, 4, 5, 6} A = {1, 2, 3} Þá er fyllimengi A = {4, 5, 6}
Mismengi A og B er mengi sem inniheldur öll stök annars mengisins fyrir utan þau sem er í hinu. Táknað: AB Dæmi: A = {a, b, c, d, e} B = {d, e, f, g} Þá er AB = {a, b, c}
Image