Útgildi og einhallabil

Á myndinni er graf fallsins [math]f(x)=x^3-ax[/math] fyrir það gildi á [math]a[/math] sem stjórnað er með rennistiku. Hægt er að breyta gildinu á [math]a[/math] með því að færa punktinn á rennistikunni.

1. Ef [math]a=2[/math], hve mörg útgildi hefur fallið? Og á hvaða bili (eða bilum) er það vaxandi og á hvaða bili (eða bilum) er það minnkandi? 2. Fyrir hvaða gildi á [math]a[/math] hefur fallið engin útgildi? Fyrir hvaða gildi á [math]a[/math] hefur fallið tvö útgildi? Getur fallið haft eitt útgildi? 3. Diffrið fallið og segið hver útgildin eru og hver einhallabilin eru. (Einhallabil er bil þar sem fallið er vaxandi/minnkandi á öllu bilinu.)